Bergur Hallgríms

Einka- og hópþjálfun

Persónuleg einkaþjálfun sem tekur mið af markmiðum hvers og eins.

Nánar »

Íþróttafólk

Þjálfun íþróttamanna er vandmeðfarin, sérstaklega hjá upprennandi unglingum.

Nánar »

Fyrirlestrar

Er að fara af stað heilsuefling innan fyrirtækisins eða vinahópsins?

Nánar »

Öðruvísi

Ég mun aldrei heilsa þér með kveðjum eins og "kjallinn" eða "gjemli gjemli" eða ráðleggja þér að kaupa fæðubótaefni fyrir 40.000 krónur áður en þú hefur stigið fæti á hlaupabrettið. Ég mun heldur aldrei segja þér að 1 kg á viku sé eðlilegt þyngdartap og ég mun aldrei, aldrei öskra á þig.

Ég mun hins vegar biðja þig um high-five um leið og ég hrósa þér fyrir að klára æfinguna. Æfingar sem eru hnitmiðaðar og taka tillit til bakgrunns og líkamsástands. Ég mun leggja áherslu á persónulega einkaþjálfun. Einkaþjálfun sem hjálpar þér að ná þínum markmiðum.

Ég vil hvetja þig áfram og leggja áherslu að það þarf ekki allt að vera fullkomið, svo lengi sem við erum að færast í rétta átt. Við viljum forðast gamla farið.

Ég vil vinna "hands-on" með þér við að laga og bæta allt sem tengist líkamsrækt, matarræði og vellíðan.

Næsta level

Ég tek að mér að þjálfa íþróttamenn með það að markmiði að byggja upp styrk og hreyfigetu sem nýtist í viðkomandi íþrótt. Þjálfun íþróttamanna er vandmeðfarin, sérstaklega hjá upprennandi unglingum.

Markmið mitt við þjálfun íþróttamanna er að:

Hópurinn

Er að fara af stað heilsuefling innan fyrirtækisins eða vinahópsins?

Ég tek að mér umsjón heilsueflingar innan fyrirtækja, stofnana og saumaklúbba, svo sem með fyrirlestrum, mælingum, gerð prógrama, ráðgjöf og eftirfylgni.

BRB

Bætingaráð Bergs er Facebook síða þar sem er að finna punkta og ráðleggingar sem tengjast hreyfingu, mataræði, þjálfun og almennri heilsu. Bætingaráðið er nýr snúningur á Facebook síðum einkaþjálfara sem hingað til hafa einkennst af tveimur hlutum:

  1. Einhverjum einföldum hvatningarmyndum t.d konu í yoga-stellingu með yfirskriftinni “Lífðu lífinu”.
  2. Share leikjum til að vinna prótín duft og brennslutöflur.

Bætingaráðið er mín leið til að láta gott af mér leiða. Það þarf ekki að rukka fyrir alla þjónustu, það má líka hjálpa. Í dag er að finna mikið af misgáfulegu efni á internetinu. Mig langaði að sporna gegn því og fræða almenning um hluti sem stundum virðast vefjast fyrir fólki og gefa ráðleggingar sem virka. Öllum er frjálst að senda inn spurningar og fá ráðleggingar.

Fylgstu með á http://www.facebook.com/baeting